More selected projects

Design Diplomacy x Finnska Sendiráðið

Skráning

 

Sýningarstaður
Finnish Ambassador's Residence
Hagamelur 4
107 Reykjavík

Viðburðurinn
22.03 | 20:00

Þátttakendur
Laura Väinölä
Sigurður Oddsson

Í fyrsta sinn á HönnunarMars gefst gestum hátíðarinnar kostur á að fylgjast með og taka þátt í milliríkjasamskiptum á sviði hönnunar. Viðburðurinn á sér skýra fyrirmynd í Hönnunarviku Helsinki með því að sendiráð bjóða til samræðu um hönnun og hönnunartengd málefni með formerkjum alþjóðlegrar samvinnu.

Viðburðurinn fer þannig fram að hönnuður frá landi gestgjafans ræðir við íslenskan hönnuði með hjálp spurningarspjalda sem ætlað er að stýra umræðunum og hvetja  til óformlegrar samræðu að þeim loknum.

Sendiherrann Finnlands, Valtteri Hirvonen, tekur á móti landa sínum Laura Väinölä frá Finnlandi og Sigga Odds. Samræðurnar fara fram með hjálp spurninga-spilastokks.

Léttar veitingar í boði og eftir samræðu hönnuðanna gefst gestum tækifæri til að blanda geði við hönnuðina og aðra gesti.

Takmarkað rými/sætafjöldi er í boði og því verða áhugasamir að skrá sig til þátttöku.

Laura Väinölä sameinar grafíska hönnun, skapandi hugsun og markaðsmál. Hún var valin Ungi hönnuður ársins á Finnsku hönnunarráðstefnunni 2016.

Sigurður Oddsson (Siggi Odds) er hönnuður og myndskreytir. Hann hefur töluvert starfað við hönnun tengda tónlist og tísku og vakið athygli fyrir fjölbreytta stíla.

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#ffffff" button_font="semibold" button_font_size="20px" button_width="content_width" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#652c90" button_padding="20px 20px 20px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.eventbrite.com/e/design-diplomacy-x-finnish-embassy-tickets-32584146058" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Skráning[/ce_button]