More selected projects

Design Diplomacy x Sænska Sendiráðið

Skráning

Sýningarstaður
Swedish Ambassador's Residence
Fjólugata 9
101 Reykjavík

Viðburðurinn
24.03 | 15:00

Þátttakendur
Jesper Kouthoofd
Sigga Heimis

Í fyrsta sinn á HönnunarMars gefst gestum hátíðarinnar kostur á að fylgjast með og taka þátt í milliríkjasamskiptum á sviði hönnunar. Viðburðurinn á sér skýra fyrirmynd í Hönnunarviku Helsinki með því að sendiráð bjóða til samræðu um hönnun og hönnunartengd málefni með formerkjum alþjóðlegrar samvinnu.

Viðburðurinn fer þannig fram að hönnuður frá landi gestgjafans ræðir við íslenskan hönnuði með hjálp spurningarspjalda sem ætlað er að stýra umræðunum og hvetja  til óformlegrar samræðu að þeim loknum.

Sænska sendiherrann, Bosse Hedberg, tekur á móti landa sínum Jesper Kouthoofd frá Svíþjóð og Siggu Heimis. Samræðurnar fara fram með hjálp spurninga-spilastokks.

Léttar veitingar í boði og eftir samræðu hönnuðanna gefst gestum tækifæri til að blanda geði við hönnuðina og aðra gesti.

Takmarkað rými/sætafjöldi er í boði og því verða áhugasamir að skrá sig til þátttöku.

 

Jesper Kouthoofd er framvk.stjóri Teenage Engineering sem er eitt af áhugaverðustu og framsæknustu tæknifyrirtækjum sem fram hefur komið á siðustu árum.

Sigga Heimis er iðnhönnuður og starfaði sem hönnuður fyrir IKEA í Svíþjóð í sjö ár, Fritz Hansen í Danmörku en einbeitir sér að sinni eigin hönnun í dag.

 

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#ffffff" button_font="semibold" button_font_size="20px" button_width="content_width" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#652c90" button_padding="20px 20px 20px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.eventbrite.com/e/design-diplomacy-x-swedish-embassy-tickets-32584548261" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Skráning[/ce_button]