More selected projects

#einnstólládag

Elsa Nielsen & Hönnunarsafn Íslands

www.honnunarsafn.is

Hönnunarsafn Íslands
Garðatorgi 1
210 Garðabæ

Opnunarhóf
18.03. 15:00

Opnunartímar
23.03. 12:00-17:00
24.03. 12:00-17:00
25.03. 12:00-17:00
26.03. 12:00-17:00

 

Einn stóll á dag er samstarfsverkefni Elsu Nielsen hönnuðar og Hönnunarsafnsins. Sýndar eru teikningar Elsu af völdum íslenskum stólum úr íslenskri hönnunarsögu og úr safneign Hönnunarsafnsins og þeir kynntir í safninu. Myndir Elsu verða gefnar út á veggspjaldi og á gjafakortum og varan kynnt í safnbúð Hönnunarsafnsins á HönnunarMars. 

Sunnudaginn 26. mars kl.14:00 mun Elsa Nielsen segja frá hönnun sinni #einádag og kynnir samstarfsverkefnið #einnádag. Sérfræðingur safnsins mun varpa ljósi á sögu nokkurra stóla sem Elsa hefur teiknað. Léttar veitingar og tilboð á vörunni í safnbúð safnsins þennan dag. 

Grafíski hönnuðurinn Elsa Nielsen hefur getið sér gott orð fyrir teikningar sínar #einádag sem hún hefur birt á Instagram. Í tilefni af HönnunarMars 2017 leitaði Hönnunarsafnið eftir samstarfi við Elsu um að teikna hluti úr safneign safnsins. Stólasafnið varð fyrir valinu enda fjölbreyttur safnkostur og nokkuð dæmigerður í öllum hönnunarsöfnum. Elsa hóf leikinn á Safnanótt, þann 3. febrúar síðastliðinn og teiknar einn stól á dag í 28 daga eftir jafnmarga íslenska hönnuði. Stólarnir verða til sýnis á sýningunni Stóll og frumteikningar Elsu einnig. Í safnbúð verður til sölu veggspjald með stólunum 28 eftir Elsu og úrval gjafakorta með mynd af íslenskum stól. Ágóði af sölu þessara vara rennur til uppbyggingar safnkosts safnsins, sem felst í að kaupa íslenska hönnun af íslenskum hönnuðum.


 

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="http://www.facebook.com/events/144625792719412/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]