More selected projects

Einrúm

Einrúm ehf

einrum

Sýningarstaður
Rammagerðin
Skólavörðustígur 12
101 Reykjavík

Opnunarhóf
23.03 | 17:00 - 21:00

Opnunartímar
23.03 | 09:00 - 21:00
24.03 | 09:00 - 21:00
25.03 | 09:00 - 21:00
26.03 | 09:00 - 21:00

Einrúm hönnun og Einrúm band mynda stílhreina og fágaða heild þar sem hönnuðir og framleiðendur eru ómissandi hluti af sjálfbærri keðju sem byggð er á hugmyndafræði Slow Fashion. 

Einrúm er ungt íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun prjónauppskrifta og þróun á bandi úr íslenskri ull. Útkoman er stílhrein og fáguð heild þar sem hönnuðir og framleiðendur eru ómissandi hluti af sjálfbærri keðju sem byggð er á hugmyndafræði Slow Fashion.
Samfélagið er í stöðugri þróun og meðvitund um verndun auðlinda jarðar er ekki lengur hugsjónarverkefni einstakra jaðarhópa heldur sameiginleg framtíðarsýn ört stækkandi hópa um allan heim. Þörf er á frumkvöðlum með sterka ímynd sem skapa möguleika og veita innblástur um það hvernig við getum tekið þátt í þeirri hnattrænu hreyfingu um verndun auðlinda og endurnýtingu efnis sem eflist óðfluga.
Innsetningin minnir á ullarþræði eins og þeir birtast í smásjá. Grófir ullarþræðirni ramma inn fíngerða hönnun og undirstrika mótsagnakennda upplifun af grófu og fínu, unnu og óunnu. Öll einrúm hönnun er aðgengileg í formi prjónauppskrifta en í þessu ullarrými er lögð áhersla á nýja hönnun eftir íslenska prjónahönnuðinn Höllu Ben. Innsetningin er u.þ.b 3 x 3 m að stærð.

Björg Pjetursdóttir hjá Einrúm verður á staðnum milli kl 13 og 16 laugardaginn 25. mars. 

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/405554199807364/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]