More selected projects

Endurkast I

Hulda Guðjónsdóttir & Kyle Branchesi 

Sýningarstaður
Hannesarholt
Grundarstíg 10
101 Reykjavík

Opnunarhóf
23.03 | 18:00 - 21:00

Opnunartímar
23.03 | 11:00 - 22:00
24.03 | 11:00 - 20:00
25.03 | 11:00 - 17:00
26.03 | 11:00 - 17:00

 

Endurkast er tvívíð innsetning í rými þar sem ásýnd rýmisins er endursköpuð í teikningum. Teikningarnar draga þó ekki upp nákvæma mynd af hinu raunverulega umhverfi heldur eru þær til þess fallnar að velta upp annarri ásýnd og valkostum við ástand mála.

Athyglinni er þannig beint að margbreytilegri upplifun fólks á rými og hinum fjölmörgu áhrifavöldum sem stjórna skynjun okkar á umhverfinu í kringum okkur, svo sem birta, hraði og hugarástand  sem og arkitektinn á bakvið tjöldin. En arkitektar eru þó oft ekki nema í lauslegu sambandi við hinar raunverulegu aðstæður; þeirra starf felst í því að finna annan valmöguleika við ríkjandi ástand og kynna hann svo fyrir umheiminum sem hina einu sönnu leið. En hver er hinn eiginlegi sannleikur? Það eru alltaf fleiri leiðir að hlutunum, önnur sjónarhorn.

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/381633958883531/http://" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]