More selected projects

List án landamæra

List án landamæra

listin

Sýningarstaður
Hlemmur Square
Laugavegur 105
105 Reykjavík

Málþing
24.03 | 15:30


 

List án landamæra heldur málþing um skapandi aðkomu fatlaðra að hönnunarheiminum. Hvernig auðgum við skapandi umhverfi með samvinnu ólíkra hópa og hvaða jákvæðu afleiðingar hefur það í för með sér? Að málþinginu loknu verður uppboð á hlutum eftir fatlaða og ófatlaða listamenn sem urðu til á síðasta HönnunarMars.

Á HönnunarMars á síðasta ári stóð List án landamæra fyrir samstarfi milli fatlaðra og ófatlaðra listamanna undir nafninu Leið 10. Samvinnan heppnaðist mjög vel og út frá henni urðu til stórkostlegir hlutir. Í framhaldinu fórum við að leita að fleiri dæmum um samstarf fatlaðra og ófatlaðra innan hönnunarheimsins en ekki var um auðugan garðinn að gresja. Það vantar greinilega fleiri leiðir til að bæta þetta samstarf. Því blær List án landamæra til málþings og uppboðs undir nafninu Leið 11.

Með því að skapa vettvang skapar maður tækifæri. Leiðir opnast, jafnvel inn á nýjar brautir og með því að kynna saman hópa og einstaklinga opnast alltaf fleiri og fleiri dyr og tækifæri. Á málþingi Listar án landamæra munum við skoða öll þessi óteljandi tækifæri sem leynast í samstarfi fatlaðra og ófatlaðra. Við fáum að heyra dæmi um slík tækifæri og hversu gjöful þau hafa verið. Við fáum að heyra frá mismunandi vinnuaðferðum ólíkra hópa. Við skoðum hvar við getum nýtt okkur betur þessi tækifæri betur og hvað hlýst af þessari samvinnu. Málþingið er fyrst og fremst hugsað til þess að veita innblástur til ólíkra vinnuaðferða, hvar við getum lært af hvort öðru og hverning við getum aukið fjölbreytileika mannlífsins. 

Í framhaldi af málþinginu verður hægt að fjárfesta í þeim hlutum sem urðu til á HönnunarMars í fyrra. Um ræðir hluti unna af þremur teymum en teymin eru:

Eygló Margrét Lárusdóttir, Erla Björk Sigmundsdóttir & Kristján Ellert Arason unnu saman að tveimur sérhönnuðum hjólum.
Helga Björg Jónasardóttir & Atli Viðar Engilbersson hönnuðu prentmynstur og þrjár mismunandi vörur útfrá prentinu
Mundi Vondi & Sindri Ploder hönnuðu stór ullarteppi.

Hver og einn hlutur var einungis gerður í einu eintaki og er því um að ræða einstakt tækifæri til að eignast þessa fallegu hluti.

Málþing - föstudagurinn 24. mars kl. 15:30. 

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/listanlandamaera/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Facebook[/ce_button]