More selected projects

Rúnamerki

Sigurður Oddsson

siggiodds

Sýningastaður
Þjóðminjasafn
Suðurgötu 41
101 Reykjavík

Opnunarhóf
22.03 | 16:00 - 17:00

Opnunartímar
23.03 | 10:00 - 17:00
24.03 | 10:00 - 17:00
25.03 | 10:00 - 17:00
26.03 | 10:00 - 17:00

Í verkefninu er því velt upp í einskonar hliðstæðum veruleika, hvernig þekktustu og fallegustu merki Íslandssögunnar gætu litið út ef við hefðum ekki tekið upp rómverska stafrófið og notuðumst enn við rúnaletur eins og það leit út fyrir 1000 árum.

Þannig lærum við að lesa og skrifa í rúnaletri út frá okkar ástsælustu vörumerkjum, og heiðrum þennan menningararf sem hefur að mestu leyti dottið úr almennri þekkingu.Í verkefninu eru nokkur af þekktustu merkjum íslandssögunnar endurteiknuð í rúnaletri og sett í samhengi við samtíma sinn í myndum.

Hugmyndin að verkefninu kviknaði við lestur um rúnaletur, og tilraunir með að búa til eigið rúnaletur. Það þótti svolítið skrítið að enginn sem ég þekki kunni að lesa né skrifa rúnaletur. Rúnaletur var notað frá 1. öld eftir krist fram til kristnitöku í Skandinavíu þegar latneska stafrófið tók við með útbreiðslu kristni. Rúnaletur var þó notað af almenningi á einhvern hátt fram til loka 19. aldar þegar það lagðist nánast alfarið af. Eldri útgáfa fuþark rúnaletursins á sér nánast nákvæmar hliðstæður við latneskt letur og hentar því best í þessu verkefni, þó nýrri útgáfur rúnaleturs hafi verið í notkun á seinni öldum. Því notast ég við eldri fuþark stafaröðina í verkefninu.

Fyrir mér hefur þetta verkefni fræðandi gildi og getur kveikt áhuga fólks á þessum menningararfi með því að sýna rúnaletur í merkjum sem við öll þekkjum. Vegna þess að við vitum hvað stendur í merkjunum getum við auðveldlega lesið úr rúnunum. Þannig lærir maður smátt og smátt að lesa og skrifa með rúnaletri. Á sýningunni munu merkin vera sýnd ásamt myndum og munum þar sem þau hafa verið sett í samhengi. 

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/1931537707065791/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]