More selected projects

Vor- og sumarlína AS WE GROW 2017/

AS WE GROW

aswegrow

Sýningarstaður
Geysir
Skólavörðustíg 16
101 Reykjavík

Opnunartímar
23.03 | 10:00 - 21:00
24.03 | 10:00 - 21:00
25.03 | 10:00 - 21:00
26.03 | 11:00 - 18:00

Á hugmynd sem kviknaði út frá ferðalagi ullarpeysu, hefur hönnunar- og framleiðslufyrirtækið As We Grow byggt upp fyrirtæki með sjálfbærni að leiðarljósi. Á aðeins fjórum árum hefur fyrirtækinu tekist að koma sér á meðal fremstu fatahönnunarfyrirtækja en það hlaut m.a. íslensku hönnunarverðlaunin 2016.

As We Grow hannar flíkur sem sækja innblástur til íslenska menningararfsins og sígildrar norrænnar hönnunar. Flíkurnar eru framleiddar úr náttúrulegum og vistvænum efnum og er hugmyndafræðin á bak við starf fyrirtækisins sú að skapa vörur undir formerkjum “slow fashion”, það er að búa til vönduð og falleg föt úr endingargóðu hráefni sem geta gengið í arf á milli kynslóða. Það sem gerir As We Grow einstakt er að hvert númer jafngildir fjórum venjulegum barnastærðum. Þannig getur flíkið stækkað með barninu og það notað hana lengur. Í umsögn dómnefnar til Hönnunarverðlauna Íslands segir: “As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman”

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/aswegrowiceland/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Facebook[/ce_button]